Öllum sjónvarps- og útvarpsstöðvum stendur til boða að taka þátt í rafrænum ljósvakamælingum að því gefnu að hægt sé að koma PPM merki fyrir í útsendingu stöðvarinnar með tækjabúnaði Gallup. Nýr ljósvakamiðill getur valið á milli grunnmælingar í þriggja mánaða prufutímabil eða fullrar þátttöku í rafrænum ljósvakamælingunum. Í grunnmælingu kemur Gallup fyrir mælitækjum í útsendingu viðkomandi stöðvar og mælir áhorf eða hlustun á stöðina. Á prufutímabilinu verða einungis birtar grunnupplýsingar um áhorf eða hlustun á stöðina vikulega á heimasíðu Gallup. Grunnupplýsingar birtast vikulega og sýna meðalfjölda mínútna sem hver einstaklingur horfði eða hlustaði á viðkomandi stöð í vikunni og hlutdeild viðkomandi stöðvar af heildaráhorfi eða hlustun á mælda miðla í vikunni sbr. http://www.gallup.is/sjonvarp/. Fyrrgreindar upplýsingar eru birtar yfir tvo aldurshópa; 12-80 ára og 12-49 ára. Verð fyrir grunnmælingu á þriggja mánaða prufutímabili er 190.000 kr.

Að prufutímabilinu loknu eða fyrr, sé óskað eftir því, geta forsvarsmenn stöðvarinnar valið að halda áfram í grunnmælingu eða koma inn í fulla þátttöku í rafrænar ljósvakamælingar. Í fullri þátttöku felst að nákvæm gögn um áhorf eða hlustun á stöðina verði aðgengileg bæði stöðinni sjálfri sem og öðrum mældum stöðvum og kaupendum gagna úr rafrænni ljósvakamælingu.

Gera má ráð fyrir því að það taki 4-12 vikur að hefja mælingar á nýrri stöð en það fer eftir útsendingarkeðju og aðgengi að mælitækjum hverju sinni.

Gallup gætir trúnaðar og er óheimilt að upplýsa um mögulega aðkomu nýrra ljósvakamiðla að rafrænum ljósvakamælingum.

Framkvæmd verkefnisins er háð skilmálum Samkeppniseftirlitsins sem má lesa hér.

Hægt er að óska eftir þátttöku í rafrænum ljósvakamælingum eða nánari upplýsingum með því að senda tölvupóst á Guðna Rafn Gunnarsson (gudni.gunnarsson@gallup.is) eða Þórhall Ólafsson (thorhallur.olafsson@gallup.is).