Gallup mælir ekki bara áhorf á dagskrárliði sjónvarpstöðvanna heldur mælir Gallup einnig áhorf einstaklinga á allar auglýsingar sem birtast í dagskrá mældra sjónvarpsstöðva. Sú auglýsing sem flestir sáu í síðustu viku var auglýsing frá fyrirtæki í byggingariðnaði. Auglýsingin var birt klukkan 21:37 á föstudagskvöldi. Hún var 9 sekúndur og var sú fyrsta í auglýsingahólfi sem í voru 7 auglýsingar. Tæplega 28% fólks á aldrinum 12-80 ára sá þessa einu auglýsingabirtingu en það eru 74.200 einstaklingar. Hér að neðan má sjá hlutfall í mismunandi markhópum sem sá þessa auglýsingabirtingu.

auglysing

Umræddur auglýsandi var með 19 birtingar á mældum sjónvarpstöðvum í síðustu viku og náði auglýsingarherferðin til ríflega 105.000 einstaklinga að meðaltali 2,1 sinni.

Þessi sami auglýsandi var einnig með 47 birtingar á mældum útvarpsstöðvum í síðustu viku sem náði eyrum rúmlega 116.0000 hlustenda að meðaltali 2,6 sinnum.

Með auglýsingabirtingum á mældum sjónvarps- útvarpsstöðvum í síðustu viku náðu auglýsandinn samtals til hart nær 150.000 einstaklinga að meðaltali 3,5 sinnum.

Upplýsingar um fjölmiðlanotkun landsmanna má sjá hér