Stjórnun og helgun - áhrif á starfsfólk, viðskiptavini og líðan er umfjöllunarefni Morgunverðarfundar Gallup sem fram fer 7. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Aðalfyrirlesari fundarins er Chloe Strauss stjórnunarráðgjafi hjá Gallup í London.
Chloe stýrir alþjóðlegu teymi ráðgjafa sem leiðir umbreytingarverkefni fyrir stærstu viðskiptavini Gallup um allan heim í þeim tilgangi að auka helgun starfsfólks, helgun viðskiptavina og árangur fyrirtækja. Einnig munu ráðgjafar starfsmannarannsókna Gallup á Íslandi fjalla um stjórnun út frá rannsóknum Gallup á íslenskum vinnumarkaði.
Opnað hefur verið fyrir skráningar og það er vissara að tryggja sér miða sem fyrst, því það er takmarkaður sætafjöldi í boði.