Helsta breytingin frá síðustu mælingu, sem fram fór seinni hlutann í september, er að fylgi Bjartrar framtíðar heldur áfram að aukast og fylgi Pírata heldur áfram að minnka.
Eina tölfræðilega marktæka breytingin milli mælinga er fylgisaukning Bjartrar framtíðar sem bætir við sig þremur prósentustigum milli mælinga, en nær 8% segjast myndu kjósa Bjarta framtíð færu kosningar til Alþingis fram í dag. Rúmlega 18% segjast myndu kjósa Pírata, sem er rösklega tveimur prósentustigum minna en í síðustu mælingu.1Fylgi annarra framboða breytist lítið eða á bilinu 0,0 - 1,6%. Tæplega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, rösklega 14% Vinstri græn, ríflega 12% Viðreisn, nær 10% Framsóknarflokkinn, liðlega 7% Samfylkinguna, rúmlega 3% Íslensku þjóðfylkinguna, liðlega 2% Flokk fólksins, tæplega 2% Dögun og tæplega 1% önnur framboð.2Tæplega 7% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og rúmlega 9% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.
Stuðningur við ríkisstjórn
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst lítillega milli mælinga en rúmlega 37% segjast styðja ríkisstjórnina.
Spurt var:
- Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
- En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
- Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
- Styður þú ríkisstjórnina?
Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. til 12. október 2016. Heildarúrtaksstærð var 2.870 og þátttökuhlutfall var 58,3%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 1,3-2,2%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
1 Stuðningur við Pírata lækkar um 2,3 prósentustig.
2Fylgi Vinstri grænna mælist 14,46%, Flokks fólksins 2,1%, Dögunar 1,6%, Alþýðufylkingarinnar 0,7% og Húmanista 0,1%.
Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup