Fjárhagur heimilanna hefur almennt verið að vænkast jafnt og þétt eftir hrun. Þeim fjölgar þó örlítið aftur nú frá síðustu mælingu sem safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman.
Hlutfall þeirra sem safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman er nú 18%, sem er sama hlutfall og 2016, en árið 2017 var það 10%.
Fólk milli þrítugs og fimmtugs er ólíklegast til að geta safnað sparifé og líklegast til að safna skuldum eða nota sparifé til að ná endum saman.
Ítarlega greiningu má sjá hér.