Þann 14. október næstkomandi stendur Mannauðsrannsóknir og -ráðgjöf Gallup fyrir fjarnámskeiði á netinu um hugarfar grósku (e. growth mindset). Leiðbeinendur eru Marta Gall Jörgensen og Sóley Kristjánsdóttir, sérfræðingar á sviði mannauðsmála hjá Gallup.

Hugarfar hefur mikil áhrif á hvernig við tökumst á við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Hugarfar grósku einkennist af því viðhorfi að vinnusemi og seigla skipti sköpum í árangri. Að trúa því að maður geti lært af reynslunni og tekið þannig framförum.

„Hugarfar grósku gerir það að verkum að við ráðum betur við mótlæti, erum tilbúnari til að takast á við áskoranir og breytingar. Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi hugarfar, þá sérstaklega hugarfar grósku, og leiðir til að tileinka sér það“ segir Marta.

Með námskeiðinu fylgir mæling á hugarfari þátttakenda, fyrir og eftir námskeið og er það ætlað öllum þeim sem vilja hafa áhrif á eigin frammistöðu og annarra.

Næsta námskeið: 14. október 2020, kl. 9:30-12:00
Verð: 19.800 kr. (10% afsláttur ef fleiri en einn sækir námskeið frá sama vinnustað)
Staðsetning: Fjarnámskeið á netinu