Stundum staðfesta rannsóknir það sem maður hélt og það er ekki síður mikilvægt en að komast að einhverju nýju. Gögn úr árlegri Neyslu- og lífstílskönnun Gallup sýna að landsmenn voru líklegri til að fara í göngutúra meðan á heimsfaraldri kórónuveirunnar stóð sem kemur ekki á óvart. Á árunum 2016-2019 stundaði þriðjungur þjóðarinnar að fara þrisvar í viku eða oftar í styttri göngutúra en það hlutfall hækkaði í 46% á Covid árunum 2020 og 2021. Hins vegar kemur það kannski á óvart að tíðni göngutúra gekk ekki til baka eftir Covid og var hlutfallið 39% á árunum 2022-2024 sem er aukning um 18 þúsund manns frá því fyrir Covid. Það má því segja að kórónuveiran hafi hækkað ránna en svo sýnir markhópagreining úr Neyslukönnun okkur einnig að konur er líklegri til að fara í göngutúra sem og hundaeigendur en það er önnur saga.
Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup er fólk spurt um ríflega 1800 atriði er lúta að neyslu, áhugamálum, tómstundum, viðhorfum og eignum og eru niðurstöðurnar notaðar við gerð markhópagreininga.