Nokkrar breytingar eru á fylgi flokka milli mánaða. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar eykst um ríflega 3 prósentustig. Fylgi Samfylkingar, Miðflokks og Pírata minnkar um rúmlega 2 prósentustig. Breytingin á fylgi annarra flokka er 0,2-0,7 prósentustig og er ekki tölfræðilega marktæk. Nær 24% þeirra sem taka afstöðu kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, ríflega 17% Sjálfstæðisflokkinn, rösklega 16% Miðflokkinn, tæplega 14% Viðreisn, nær 8% Flokk fólksins, rúmlega 6% Framsóknarflokkinn, rúmlega 5% Pírata, rösklega 4% Sósíalistaflokk Íslands, liðlega 4% Vinstri græn og 0,6% Lýðræðisflokkinn.
Helstu breytingar eftir stjórnarslit voru þær að fylgi Viðreisnar jókst úr rúmlega 11% í nær 15% á meðan fylgi Vinstri grænna minnkaði úr nær 5% í tæplega 4%.
Þróun á fylgi flokka og fjölda þingmanna má sjá hér