Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup hafa litlar breytingar orðið á fylgi flokka í Reykjavík frá síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mælist rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu mælingu og segjast rúmlega 12% myndu kjósa flokkinn færu kosningar til borgarstjórnar fram í dag. Breytingin er þó ekki tölfræðilega marktæk. Fylgi annarra flokka breytist á bilinu 0,2-1,7 prósentustig. Nær 25% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 23% Samfylkinguna, næstum 14% Pírata, ríflega 7% Viðreisn, nær 7% Vinstri græn, tæplega 6% Flokk fólksins, rúmlega 5% Sósíalistaflokk Íslands og 2% Miðflokkinn.

Fylgi flokka í Reykjavík apríl 2022

Borgarfulltrúar

Ef borgarfulltrúum er skipt út frá niðurstöðu þessarar könnunar fengju Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sex borgarfulltrúa hvor, Píratar og Framsóknarflokkur þrjá fulltrúa hvor, Viðreisn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands einn fulltrúa hver.

Skipting borgarfulltrúa í könnun samanborið við úrslitin 2018

Næstum 9% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp og rúmlega 6% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.

Spurt var:

  • Ef kosið yrði til borgarstjórnar í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?
  • En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
  • Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?

Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna í Reykjavík eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 14. mars til 10. apríl 2022, meðal íbúa Reykjavíkur 18 ára eða eldri. Heildarúrtaksstærð var 3.198 og þátttökuhlutfall var 51,6%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,7-2,3%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.