Þegar síðasta fylgiskönnun Gallup sem birt var 29. nóvember er borin saman við niðurstöður alþingiskosninganna sést að meðalfrávik í könnun Gallup er einungis 0,9 prósentustig.
Þegar eingöngu eru skoðaðir þeir flokkar sem buðu fram á landvísu er meðalfrávikið 1,0 prósentustig en meðalfrávik hjá öðrum rannsóknarfyrirtækjum er 1,4 -1,7 prósentustig. Hæsta frávikið hjá Gallup var 1,8 prósentustig á meðan hæstu frávikin hjá öðrum rannsóknarfyrirtækjum voru 3,3 - 4,7 prósentustig.
Gallup varpar ljósi á íslenskt samfélag. Við erum stolt af þessum árangri og viljum þakka öllum þeim fjölmörgu svarendum sem gáfu sér tíma til að koma skoðunum sínum á framfæri.