Niðurstöður Heilbrigðiskönnunar Gallup 2019 voru kynntar á Heilbrigðisráðstefnu Gallup í Hörpu í gær. Samstarfsaðilar Gallup voru Íslandsbanki, Lyfja, Nox medical og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Heildarniðurstöður könnunarinnar eru öllum opnar og má nálgast þær hér ásamt upptökum af öllum erindum dagsins.
Á ráðstefnunni ávarpaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ráðstefnugesti. Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup fór yfir niðurstöður könnunarinnar og fulltrúar samstarfsaðila héldu erindi um þeirra sýn á heilbrigðismál. Fyrirlesarar voru Edda Hermannsdóttir frá Íslandsbanka, Sigríður Margrét Oddsdóttir frá Lyfju, Linda Bára Lýðsdóttir frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði og Erla Björnsdóttir frá Nox medical. Arna Frímannsdóttir hjá Gallup stýrði fundinum.