Tilboðsdagar kenndir við svartan föstudag, dag einhleypra og stafrænan mánudag fóru fram hjá fáum í aðdraganda jóla. Íslenskir neytendur hugsuðu sér gott til glóðarinnar og spöruðu með því að opna veskin. Vinsælasti tilboðsdagurinn var svartur föstudagur en þá nýttu rúmlega fjórir af hverjum tíu sér alls kyns verðtilboð. Hátt í fjórðungur neytenda nýtti sér tilboð í tengslum við dag einhleypta og fimmtungur neytenda nýtti sér verðtilboð á stafrænum mánudegi. Ríflega helmingur íslenska neytenda nýtti sér tilboð á einhverjum af þessum dögum. Konur voru líklegri en karlar til að nýta sér tilboðsdagana og þeir sem eru yngri en fimmtugir líklegri en þeir sem eldri eru.

Við þetta má svo bæta að tíundi hver neytandi keypti vörur á öllum tilboðsdögunum þremur.