Blikur hafa verið á lofti í alþjóðamálum undanfarið og umræða hefur heyrst um stofnun íslensks hers. Landsmenn eru almennt á móti þeirri hugmynd. Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að stofnaður yrði íslenskur her, eða nær 72%. Tæplega 14% eru hlynnt því og svipað hlutfall hvorki hlynnt né andvígt.
Karlar eru mun hlynntari því en konur að stofnaður yrði íslenskur her, en einn af hverjum fimm körlum er hlynntur því á móti tæplega 8% kvenna. Einhver munur er á viðhorfi fólks eftir menntun og tekjum en meiri eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þau sem kysu Miðflokkinn eru hlynntari því að íslenskur her yrði stofnaður en þau sem kysu aðra flokka, á meðan þau sem kysu Sósíalistaflokk Íslands eru andvígari því en þau sem kysu aðra flokka.
Nánari greiningu má finna hér