Blikur hafa verið á lofti í alþjóðamálum undanfarið og umræða hefur heyrst um stofnun íslensks hers. Landsmenn eru almennt á móti þeirri hugmynd. Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að stofnaður yrði íslenskur her, eða nær 72%. Tæplega 14% eru hlynnt því og svipað hlutfall hvorki hlynnt né andvígt.

Her2 2025-04-22 10_14_06-Puls_0425_Her

Karlar eru mun hlynntari því en konur að stofnaður yrði íslenskur her, en einn af hverjum fimm körlum er hlynntur því á móti tæplega 8% kvenna. Einhver munur er á viðhorfi fólks eftir menntun og tekjum en meiri eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þau sem kysu Miðflokkinn eru hlynntari því að íslenskur her yrði stofnaður en þau sem kysu aðra flokka, á meðan þau sem kysu Sósíalistaflokk Íslands eru andvígari því en þau sem kysu aðra flokka.

Nánari greiningu má finna hér