Undraheimar gervigreindarinnar hafa verið mikið milli tannanna og eyrnanna á fólki undanfarin misseri en hver eru það sem hafa tileinkað sér kosti gervigreindar og nota hana? Í árlegri Neyslu- og lífstílskönnun má sjá að í október 2024 notuðu 11% landsmanna ChatGPT vikulega eða oftar og það hlutfall hafði þá hækkað um 5 prósentustig frá árinu áður. Um 14% sögðust nota ChatGPT sjaldnar en ríflega 75% landsmanna voru ekki ekkert að notfæra sér þessa tækninýjung. Sé notkunin greind eftir hópum kemur í ljós að því yngra sem fólk er þeim mun líklegra til að tileinka sér gervigreind. Karlar eru líklegri notendur en konur og það er mikil fylgni við menntun.
Athygli vekur að þegar ChatGPT gervigreindin er spurð um hlutfall Íslendinga sem notar gervigreind þá veit hún ekki svarið og segir að til þess þurfi tölfræði sem hún segir að sé ekki opinber.
Hægt er að leita í Neyslu- og lífstílkönnun Gallup á gallup.is en aðgangur að gagnasettinu er seldur í áskrift.