Mæling Gallup á yfir 300 vörumerkjum gefur til kynna jákvæða breytingu á viðhorfi Íslendinga til helstu vörumerkja milli ára og hefur ímynd 21% íslenskra vörumerkja styrkst frá árinu 2020.

Í vörumerkjamælingu Gallup árið 2020 veiktist ímynd 30% vörumerkja frá árinu áður og má rekja það til áhrifa Covid hér á landi. Til að setja þessar tölur í samhengi má nefna að í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008, veiktist ímynd 38% íslenskra vörumerkja.

Vörumerkjamæling Gallup 2021.jpg

MYND:Hlutfall íslenskra vörumerkja sem mældist með sterkari og veikari ímynd en frá árinu áður

Góð þjónusta og bein samskipti við viðskiptavini eru lykiláhrifaþættir á viðhorf fólks gagnvart vörumerkjum. Því þarf ekki að koma á óvart að Covid hafi haft misjöfn áhrif á ímynd vörumerkja eftir mörkuðum og komið hvað harðast niður þar sem kaup- og neyslutíðni dróst mest saman. Líkamsræktarstöðvar, verslunarmiðstöðvar, eldsneytisstöðvar, apótek, húðvörumerki auk vörumerkja og verslana með útivistarfatnað eru dæmi um markaði þar sem ímynd flestra vörumerkja veiktist í heimsfaraldrinum.

Nánari upplýsingar um vörumerkjamælingu Gallup