Aukinn áhugi Bandaríkjanna á norðurslóðum hefur verið áberandi í umræðunni að undanförnu en hvað finnst Íslendingum um það?

Ríflega 86% landsmanna líst illa á hugmyndina um að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum á meðan rúmlega 5% landsmanna líst vel á það.

2025-02-24 13_54_22-nordurslodir1

Það er ekki marktækur munur eftir aldri svarenda en körlum líst betur á hugmyndina en konum, Reykvíkingar eru neikvæðari en aðrir landsmenn og þeir svarendur með hæstu fjölskyldutekjurnar eru jákvæðari en aðrir. Þegar niðurstöðurnar eru greindar eftir stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að þeir svarendur sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn eru mun jákvæðari gagnvart hugmyndinni en kjósendur annarra flokka.

Gallup spurði einnig hvort landsmenn litu á þennan aukna áhuga sem tækifæri eða ógn fyrir Ísland.

2025-02-24 13_55_11-nordurslodir2

Tólf prósent landsmanna sjá tækifæri á meðan þrír fjórðu landmanna sjá ógn í auknum áhuga. Karlar eru líklegri til að sjá tækifæri í stöðunni og þeir svarendur sem eru tekjuhærri. Það sama er upp á teningnum þegar niðurstöður eru greindar eftir því hvað stjórnmálaflokk svarendur hyggjast kjósa, kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins eru líklegri en aðrir til að sjá tækifæri í stöðunni.

Hér má sjá nánari niðurstöður úr mælingunni.