Mikið áhorf var á útsendingar íslensku sjónvarpsstöðvanna frá íþróttaviðburðum í sumar.

Ætla má að 222.000 Íslendingar hafi fylgst með íþróttaviðburðum íslensku sjónvarpstöðvanna í júlímánuði en þar bar hæst Evrópumótið í Knattspyrnu karla á RÚV og RÚV 2 og útsendingar frá Bestu deildinni á Stöð 2 Sport.

ithrottir_merki

Það eru um 84,2% landsmanna á aldrinum 12-80 ára. Ekki þarf að koma á óvart að karlar horfðu meira en konur. Karlar horfðu að meðaltali í 36 mínútur á dag á íþróttaviðburði íslensku sjónvarpsstöðvanna í júlí og konur í 28 mínútur.
Þá var einnig mikið áhorf á íþróttir í ágústmánuði þar sem Ólympíuleikarnir tóku við af Evrópumótinu og íslenski fótboltinn rúllaði áfram.

Gallup mælir áhorf á sjónvarp og á Fjölmiðlatorgi Gallup má sjá upplýsingar um notkun landsmanna á íslenskum fjölmiðlum.