Ferðamannapúlsinn mældist 82,0 stig í febrúar af 100 stigum mögulegum sem er einu stigi lægra en í janúar þegar Ferðamannapúlsinn mældist 83,0 stig.
Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Spáni og Þýskalandi
Í febrúar var Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Spáni (86,4 stig) og Þýskalandi (85,6 stig), en lægstur meðal ferðamanna frá Frakklandi (76,2 stig) og Írlandi (77,0).
Allir undirþættir lækka
Þegar litið er til undirþátta Ferðamannapúlsins var engin breyting á upplifun ferðamanna af gestrisni Íslendinga, en allir aðrir þættir mældust lægri í febrúar en í janúar. Mest var lækkunin í mati ferðamanna á því hvort að Íslandsferðin hefði uppfyllt væntingar, sem lækkaði um þrjú stig milli mánaða (úr 78,7 stigum í 75,7 stig af 100 mögulegum).
* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.