Ferðamannapúlsinn mældist 83,6 stig í apríl af 100 stigum mögulegum sem er akkúrat nákvæmlega sama einkunn og mældist í mars.

Ferðamannapúls apríl 2018 heild

Ferðamannapúlsinn lægstur meðal ferðamanna frá Írlandi

Í apríl var Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Þýskalandi (85,9 stig), Bretlandi (85,2 stig), Bandaríkjunum (85,0 stig) og Spáni (85,0 stig), en lægstur meðal ferðamanna frá Írlandi (77,0), en Ferðamannapúlsinn hefur oftar en ekki mælst einna lægstur meðal írskra ferðamanna.

Ferðamannapúls apríl 2018 efstu neðstu

Væntingar betur uppfylltar

Þegar litið er til undirþátta Ferðamannapúlsins má sjá að mat erlendra ferðamanna á hvort að Íslandsferðin hafi uppfyllt væntingar hefur hækkað um nærri 5 stig frá í febrúar. Heildaránægja með ferðina hefur einnig aukist frá í febrúar, um 2,1 stig.

Ferðamannapúls apríl 2018 undirþættir

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn