Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli mælinga. Þær eru á bilinu 0,2-1,0 prósentustig og ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 27% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, rösklega 22% Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 15% Viðreisn, rúmlega, 9% Miðflokkinn, nær 8% Flokk fólksins, næstum 6% Framsóknarflokkinn, rösklega 5% Sósíalistaflokkinn, 4% Pírata, ríflega 3% Vinstri græn og tæplega 1% aðra flokka. Fylgi Flokks fólksins mældist 6,9% fyrir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, en 8,8% eftir hana. Um 66% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina.

fylgi mars 2025-04-03 11_44_30-Puls_0425_Fylgi_flokka

Nánari upplýsingar um fylgisþróun smá sjá hér og þróun á fylgi á sjá hér