Væntingavísitala Gallup hækkar um hart nær 30 stig milli mælinga og mælist 90,9 stig í október.

Frá upphafi mælinga á Væntingavísitölunni 2001 hefur vísitalan aldrei hækkað eins mikið milli mánaða.

Mestu munar um auknar væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði en þess ber að geta að mælingin var gerð beint í kjölfar stýrivaxtalækkunar og rétt fyrir stjórnarslit.

wg okt

Allar undirvísitölur hækka í október og hækkunin er talsvert meiri hjá körlum en konum.

Ítarlegri greiningar á Væntingavísitölu Gallup og undirvísitölum geta áskrifendur séð á slóðinni https://www.gallup.is/data/gy3dk/sso/