Nær 85% landsmanna eru ánægð með líf sitt, tæplega 7% eru óánægð og nær 9% hvorki ánægð né óánægð.
Eldra fólk er að jafnaði ánægðara með líf sitt en yngra og fólk með meiri menntun er almennt ánægðara með líf sitt en fólk með minni menntun. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru ánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Þau sem kysu Sósíalistaflokkinn eru hins vegar óánægðari með líf sitt en þau sem kysu aðra flokka. Ánægja með lífið mælist ekki minni hjá neinum hópi en einhleypum körlum. Aðeins 64% þeirra eru ánægð með líf sitt á móti níu af hverjum tíu körlum sem eru giftir eða í sambúð. Rúmlega 81% einhleypra kvenna er hins vegar ánægt með líf sitt. Þegar mismunandi lífsskeiðshópar eru skoðaðir kemur í ljós að fólk 67 ára og eldra er ánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 46-66 ára sem er í hjónabandi eða sambúð en engin börn undir 18 ára á heimilinu. Fólk á aldrinum 35- 66 ára sem býr eitt er óánægðast með líf sitt og þar á eftir fólk á aldrinum 18-45 ára með börn undir 18 ára á heimilinu.
Nánari greiningu á ánægju landsmanna má sjá hér