Í nýafstöðnum alþingiskosningum ákváðu tæplega 28% kjósenda sig á síðustu stundu eða á kjördag en um helmingur kjósenda var á hinn bóginn búinn að ákveða sig viku fyrir kosningar. Þegar tímasetning ákvörðunartöku er greind eftir aldri á til sanns vegar færa að yngri kjósendur ákveði sig seinna en þeir sem eldri eru.

2025-01-10 10_53_19-Puls_0125_Eftir_althingiskosningar_3_aldur

Þá voru kjósendur spurðir hvort þeir hafi kosið þann flokk sem þeim leist raunverulega best á eða annan flokk t.d. út frá niðurstöðum kannana og í ljós kom að 8% kjósenda kusu af kænsku og völdu annan flokk en þann sem þeim þótti bestur. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall nær 13% í síðustu forsetakosningum.

Kænsku_new

Nánari greiningar á tímasetningu ákvörðunar og umfang kænsku má sjá hér