Gallup óskar vinningshöfum Stofnunar ársins 2024 innilega til hamingju með árangurinn! 🎉
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið á Stofnun ársins 2024 við hátíðlega athöfn í síðustu viku. Fyrir hátíðina stóð Sameyki einnig fyrir mjög áhugaverðu málþingi um mannauðsmál. Fyrirlesarar málþingsins voru öll með áhugaverða nálgun um hvernig við getum einbeitt okkur betur að jákvæðri vinnustaðamenningu, sem var einmitt yfirskrift málþingsins.
Í röðum fyrirlesara var að finna Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði og sviðsstjóra stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup, og Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafa hjá Gallup.
Vilt þú vita meira? 👀
Sendu okkur endilega tölvupóst á stjornendaradgjof@gallup.is