Fylgi Sósíalistaflokks Íslands eykst um rúmlega eitt prósentustig frá síðustu mælingu, en nær 7% segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka frá því sem var í júlí, eða á bilinu 0,2-1,5 prósentustig, og eru þær ekki tölfræðilega marktækar. Tæplega 25% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 14% Vinstri græn, hátt í 13% Pírata, rúmlega 11% Samfylkinguna, rösklega 10% Framsóknarflokkinn, liðlega 9% Viðreisn, nær 7% Miðflokkinn, liðlega 4% Flokk fólksins og 0,6% Frjálslynda lýðræðisflokkinn. Rúmlega 12% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp og liðlega 8% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Tæplega 58% þeirra sem taka afstöðu segjast styðja ríkisstjórnina.
Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við fjórum spurningum:
- „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?"
- Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?”
- Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?”
- „Styður þú ríkisstjórnina?”
Niðurstöður sem hér birtast um fylgi flokkanna á landsvísu eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. júlí til 15. ágúst 2021. Heildarúrtaksstærð var 6.238 og þátttökuhlutfall var 48,9%. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,8-1,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup