Gallup veitti Ljósinu styrk að upphæð 150.000 kr. í dag. Styrkurinn er veittur fyrir hönd þeirra meðlima í Viðhorfahópi Gallup sem ánöfnuðu umbun sinni fyrir þátttöku í könnun til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ernu Magnúsdóttir veita styrknum viðtöku fyrir hönd Ljóssins úr höndum Sóleyjar Valdimarsdóttur starfsmanns Gallup.

Nýjar fréttir
8. apríl 2025
Viðhorf til aðildar að ESB og NATO
3. apríl 2025
Litlar breytingar á fylgi flokka
31. mars 2025
Fjölmargir nota innlenda fjölmiðla
25. mars 2025
Neytendur bjartsýnir fimmta mánuðinn í röð
13. mars 2025
S í stórsókn en fylgi M, F og C dalar
4. mars 2025
Traust til stofnana eykst milli ára
27. febrúar 2025
Litlar breytingar á væntingum neytenda