Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fór fram fjórða árið í röð í dag, 24. mars. Á ráðstefnunni, sem streymt var á netinu, kynnti Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup, helstu niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2021. Heildarniðurstöður könnunarinnar og upptökur af öllum fyrirlestrum dagsins má finna hér. Viðtöl við alla fyrirlesara dagsins verða gerð aðgengileg á næstu dögum, bæði hér á Gallup.is og á samfélagsmiðlum.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ávarpaði ráðstefnuna og samstarfsaðilar fluttu örfyrirlestra. Ráðstefnustjóri var Bergur Ebbi Benediktsson.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
Byko- Sigurður B. Pálsson, forstjóri
Umhverfisstofnun - Þorbjörg Sandra Bakke, sérfræðingur í umhverfismálum
KPMG- Bjarni Herrera, sjálfbærniráðgjafi
Sorpa - Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Landsvirkjun - Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis