Væntingavísitala Gallup mælist yfir 100 stigum í fyrsta sinn frá því í apríl.
Vísitalan hækkar um tæp 13 stig milli mánaða og mælist nú 103,7 stig.
Stærsta hluta hækkunarinnar má skýra með aukinni bjartsýni á betri tíð eftir 6 mánuði.
Þegar Væntingavísitalan er greind eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk hyggst kjósa kemur í ljós að hún mælist hæst meðal kjósenda Sjálfstæðisfólksins og lægst meðal kjósenda Flokks fólksins.
Nánari upplýsingar um Væntingavísitölu Gallup má sjá hér