Væntingavísitala Gallup hækkar um 12 stig frá síðasta mánuði og mælist nú 115,7 stig. Allar undirvísitölur hækka milli mæling og leita þarf tæp þrjú ár aftur í tímann til að finna hærra gildi vísitölunnar.
Ársfjórðungslega mælir Gallup einnig fyrirhuguð kaup neytenda á utanlandsferðum, bifreiðum og húsnæði. Stórkaupavísitalan hækkar um ríflega sex stig frá síðustu mælingu í september og mælist nú 67,9 stig. Fyrirhuguð kaup á bifreiðum og ferðalögum aukast talsvert en eftirspurn á húsnæðismarkaði minnkar heldur í samanburði við síðustu mælingu.
Nánari upplýsingar um Væntingavísitölu Gallup má sjá hér