Væntingavísitala Gallup lækkar um tæp 14 stig og mælist 116,1 stig í nóvember. Þrátt fyrir lækkunina mælist gildi vísitölunnar nú 43 stigum hærra en á sama tíma í fyrra.

Það að Væntingavísitala Gallup sé á tilteknum tíma 100 (lárétta línan á myndinni) merkir að það eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir.

Væntingavísitala Gallup er byggð á fimm þáttum:

  • Mati á núverandi efnahagsaðstæðum
  • Væntingum til efnahagslífsins eftir 6 mánuði
  • Mati á núverandi ástandi í atvinnumálum
  • Væntingum til ástands í atvinnumálum eftir 6 mánuði
  • Væntingum til heildartekna heimilisins eftir 6 mánuði

Nánari upplýsingar um Væntingavísitölu Gallup