Guðrún Helgadóttir var syngjandi glöð þegar við tilkynntum henni að hún hefði unnið glæsileg AirPods Pro heyrnartól í happdrætti Viðhorfahóps Gallup. „Þetta er æði – ég ætla beint út að labba með þau í eyrunum“ sagði Guðrún þegar hún tók á móti verðlaununum í Fossvoginum í dag. Það má fastlega gera ráð fyrir að Daði og Gagnamagnið hafi lent á playlistanum, því Guðrún sagðist svo sannarlega ætla að styðja okkar fólk í Eurovision í kvöld og var meira að segja búin að kaupa íslenska fánann í tilefni dagsins. Vel gert!
Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju og þökkum henni fyrir að segja sína skoðun í Viðhorfahópi Gallup.