Kærar þakkir fyrir þátttöku í könnuninni – þitt framlag skiptir miklu máli!
Í Fyrirtækjavagni Gallup eru stjórnendur spurðir um svigrúmi til launahækkana um þessar mundir og líkur á breytingum á starfsmannafjölda. Þátttakendur geta skoðað niðurstöður og þróun hér.
Fjöldi starfsfólks
Spurt er „Telur þú að starfsfólki í fyrirtækinu muni fjölga eða fækka á næstu 3 mánuðum?“ í Fyrirtækjavagni Gallup.
Það að „Vísitala fjölda starfsfólks“ sé á tilteknum tíma 100 (lárétta línan á myndinni) merkir að það eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir. Hægt er að skoða vísitöluna efir mismunandi hópum svarenda með því að velja viðkomandi hópa á myndinni.
Svigrúm til launahækkana
Spurt er „Er mikið, nokkuð, lítið eða ekkert svigrúm til launahækkana í fyrirtækinu?“ í Fyrirtækjavagni Gallup.
Vísitala launabreytinga er reiknuð út þannig að þeir svarendur sem svara „ekkert svigrúm“ fá gildið 0, „lítið“ fá gildið 60, „nokkuð“ fá gildið 130 og „mikið“ fá gildið 200. Vísitalan tekur þannig gildi á bilinu 0-200. Hægt er að skoða vísitöluna efir mismunandi hópum svarenda með því að velja viðkomandi hópa á myndinni.
Fleiri niðurstöður sem gætu nýst þér í starfi má finna hér www.gallup.is/nidurstodur/
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við Trausta Ágústsson - trausti.agustsson@gallup.is