Mælikvarðinn Lífsmat byggir á svörum við tveimur spurningum á hinum svokallaða Cantril Lífsánægjustiga (Cantril Self-Anchoring Scale) og mælingar sýna niðurstöður sem byggja á meðaltali sjö daga.
Fólk er beðið um að ímynda sér stiga með þrepum sem eru númeruð frá 0 neðst í stiganum, sem lýsir versta mögulega lífi og upp í 10 efst í stiganum sem lýsir besta mögulega lífi. Í flokkinn „Dafna“ eru þeir sem sjá sig fyrir sér í 7. þrepi eða ofar og áætla að eftir 5 ár muni þeir muni standa í þrepi 8 eða ofar. Í flokknum „Í þrengingum“ eru þeir sem núna sjá sig fyrir sér í þrepum 0 til 4 á Cantril Lífsánægjustiganum og búast við að vera í þrepum 0 til 4 eftir 5 ár. Þeir sem hvorki „Dafna“ né eru „Í þrengingum“ eru sagðir vera „Í basli“.
Lífsmat er partur af samfélagsmælikvarða Gallup og eru niðurstöður birtar mánaðarlega. Samfélagsmælikvarði Gallup byggir á spurningum sem snúa að lífskjörum og líðan fólks. Mælingin byggir á úrtaki úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun.