Framúrskarandi stjórnun

Við hjá Gallup höfum í áratugi rannsakað framúrskarandi stjórnun og teymi í þeim tilgangi að aðstoða vinnustaði. Á þessu námskeiði er farið yfir einkenni góðra stjórnenda og hvernig þeir skapa starfsumhverfi sem stuðlar að helgun, tryggð, ánægju og góðri frammistöðu.

Markmið

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja hvað helgun er og af hverju hún skiptir máli
  • Þekkja leiðir til að draga fram lykilþarfir starfsfólks og hvernig megi hlúa að þeim til að stuðla að aukinni helgun
  • Þekkja hvernig fyrirtækjamenning skiptir máli og áhrif helgunar á lykilárangursþætti fyrirtækja

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, mannauðsfólki og öðrum sem vilja styðja starfsmannahóp sinn til árangurs.

Annað

Lengd námskeiðs er breytilegt, eftir hversu ítarlegt það er og hversu mikil áhersla er á verkefnavinnu.

Námskeiðið er einnig í boði sem vefnámskeið þar sem að þátttakendur geta tekið námskeiðið og unnið verkefnið þegar hentar.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.