Ákvarðanatökur og rökvillur

Um námskeið

Við tökum óteljandi ákvarðanir á hverjum degi. En á hverju byggjum við ákvarðanirnar? Þrátt fyrir að við teljum okkur vera skynsöm og að við tökum upplýstar ákvarðanir er ekki alltaf svo.

Markmið

Fjallað er um hvernig umhverfi og rökvillur hafa áhrif á ákvörðunartöku okkar, stundum til góðs en stundum ekki. Einnig er fjallað um hvernig hægt er að draga úr hættunni á rökvillum og hugsanaskekkjum þannig að við tökum upplýstari ákvarðanir.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja áhrif umhverfis og rökvillur á ákvörðunartökur
  • Þekkja til helstu hugsunaskekkjur sem hafa áhrif á ákvörðunartökur
  • Þekkja leiðir til að sporna við að falla í gryfju rökvillna og hugsanarskekkja

Fyrir hverja

Námskeið þetta er ætlað öllum þeim er vilja læra að setja sér markmið eða skerpa þekkingu sem fyrir er um markmiðasetningu. Það getur verið aðlagað að þeim hópi er situr námskeiðið hverju sinni.

Annað

Lengd námskeiðs er breytileg, en það getur verið frá 1-3 klst., eitt eða fleiri skipti. Það fer eftir hversu ítarlegt það er og hversu mikil áhersla er á verkefnavinnu.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.


Fleiri áhugaverð námskeið: