Markmiðasetning
Markmiðasetning er mikilvæg fyrir starfsfólk, teymi og stjórnendur. En að ná markmiðum sínum er oft á tíðum krefjandi. Á námskeiðinu er fjallað er um áhrif markmiðasetningar á frammistöðu og hegðun, ólíkar tegundir markmiða, árangursríkar leiðir við markmiðasetningu og af hverju fólk nær ekki markmiðum sínum.
Markmið
Markmið námskeiðsins er að stuðla að því að fólk nái frekar markmiðum sínum, en það er gert með því að fjalla um fyrrgreinda þætti. Þá munu þátttakendur fara af þessu námskeiði vopnaðir vitneskju um aðferðir til að ná markmiðum sínum.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:
- Vera með a.m.k. eitt skilgreint markmið og leiðir til að vinna að því skilgreindar
- Þekkja vel áhrif markmiðasetningar á frammistöðu og hegðun
- Þekkja ólíkar tegundir markmiða
- Þekkja árangursríkar leiðir við markmiðasetningu
Fyrir hverja
Námskeið þetta er ætlað öllum þeim er vilja læra að setja sér markmið eða skerpa þekkingu sem fyrir er um markmiðasetningu. Það getur verið aðlagað að þeim hópi er situr námskeiðið hverju sinni.
Annað
Lengd námskeiðs er breytileg, en það getur verið frá 1-3 klst., eitt eða fleiri skipti. Það fer eftir hversu ítarlegt það er og hversu mikil áhersla er á verkefnavinnu.
Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.