Vinnum á styrkleikum!
Um námskeið
Fólk sem þekkir styrkleika sína og hefur tækifæri til að nýta þá í starfi er helgaðra, ánægðra og skilvirkara. Á þessu námskeiði kynnum við styrkleikamiðað vinnuumhverfi og leiðir til að auka þekkingu okkar og vitund um eigin styrkleika. Allir þátttakendur taka styrkleikamat Gallup (CliftonStrenghts) fyrir námskeið og vinna svo með sínar niðurstöður á námskeiðinu.
Hvað er CliftonStrengths?
Um 90% Fortune 500 fyrirtækja nota CliftonStrengths styrkleikamatið til að draga fram hæfileika fólks og nýta þá til fulls. Matið er á ensku og tekur um 30-40 mínútur að fylla það út rafrænt. Niðurstöðurnar eru settar fram í 34 flokkum, einskonar þitt styrkleika DNA, sem endurspegla hæfileikana sem þú ættir að einblína á til að ná árangri. Sjá dæmi um CliftonStrengths niðurstöður
Markmið
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:
- Þekkja betur eigin styrkleika og leiðir til að nýta þá til fulls
- Þekkja áhrif eigin styrkleika í samstarfi við aðra
- Þekkja styrkleikamiðað vinnuumhverfi
Fyrir hverja
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra að þekkja eigin styrkleika og leiðir til að vinna með þá, jafnt stjórnendur og starfsfólk.
Annað
Ráðgjafar Gallup eru vottaðir styrkleikaþjálfarar frá Gallup í London.