Mælikvarðinn Væntar heildartekjur byggir á eftirfarandi spurningu: „Telur þú að heildartekjur heimilisins muni aukast, haldast óbreyttar eða minnka næstu 6. mánuði?“.

Væntar heildartekjur er partur af samfélagsmælikvarða Gallup og eru niðurstöður birtar mánaðarlega. Samfélagsmælikvarði Gallup byggir á spurningum sem snúa að lífskjörum og líðan fólks. Mælingin byggir á úrtaki úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun.